Skip to product information
1 of 10

Fenris

Veiðivesti

Veiðivesti

Venjulegt verð €‎380.00 EUR
Venjulegt verð Söluverð €‎380.00 EUR
Sale Uppselt
Skattar innifaldir. Sendingarkostnaður reiknaður við afgreiðslu.
Litur: Grænt

Vestið okkar er hannað af veiðimönnum, fyrir veiðimenn. Við höfum sameinað þægindi, hentugleika og styrk í eitt vesti sem hentar í flestar aðstæður. Hannað úr 500D nyloni sem einblínir á styrk og góða endingu. Vestið er vatnshelt, létt og auðvelt að þrífa. 

Vestið er töluvert frábrugðið öðrum vestum en á vestinu er byssufesting að framan sem gerir þér kleift að festa vopnið á öruggan stað en þó með snöggu aðgengi. Með einum takka losnar byssan sem gerir þér kleift að setja hana í skotstöðu þegar sekúndurnar skipta mestu máli.

Vestið kemur í einni stærð en er með marga stillanlega strappa sem gerir þér kleift að aðlaga það að þínum líkama. 

Eiginleikarnir eru margir;

- Byssuhaldari að framan með hraðlosun
- Bakpoki fyrir auka búnað
- Opið net fyrir bráðina, aðgengilegt án þess að taka af sér vestið
- Hólf fyrir vatnsblöðru
- Tveir vatnsheldir vasar fyrir flösku/brúsa
- Tveir vatnsheldir vasar fyrir sjónauka, skot, nesti og fleira
- Tvær auka byssufestingar á bakpokanum sem gerir samtals þrjár byssufestingar í heildina

Byssufestinguna að framan er hægt að hækka og lækka eftir því hvað hentar þér best og allar festingarnar og vasarnir á vestinu er fjarlægjanlegt. 

Vestið er hannað fyrir veiðimenn sem ætlast til meira af búnaðinum sínum. Það heldur þér skipulögðum, veitir þér stuðning og hjálpar þér að halda einbeitingu.


Sjá nánari upplýsingar