Skapaðu minningar með Fenris

Vestið er hannað af veiðimönnum, fyrir veiðimenn. Við höfum sett saman vesti sem leggur áherslu á endingu, þægindi og hentugleika.

Forpöntun

Gerðu veiðina þægilegri

1

Efni

Vestið er búið til úr 500D nylon sem gerir það endingargott, slitþolið, og vatnshelt. Við höfum sett saman vesti sem leggur áherslu á endingu, þægindi og hentugleika.

2

Byssufesting

Byssufestingin framan á vestinu gerir þér kleift að tryggja skotvopnið á öryggan og þægilegan hátt en á meðan getur þú notað hendurnar í annað Festingin er stillanleg eftir þörfum og líkamsbyggingu hvers og eins sem og að hægt er að færa festingarnar svo þær henti örfhentum. Byssan losnar með því að ýta á einn takka sem gerir hana mjög aðgengilega þegar þörf er á.

3

Vasar

Allir vasar á vestinu er hægt að taka af eða raða öðruvísi eftir því hvað hentar þér og þinni veiði.

<p>Gerðu veiðina þægilegri</p>

1

2

3

4

5

6

7

4

Vegvísir

Er gömul galdrarún en hún var talin hjálpa fólki að finna réttu leiðina heim í gegnum óveðrið.

5

Stærð

Allar ólar á vestinu eru stillanlegar og því erum við með eina stærð sem hentar flestum. Með þessu getur þú aðlagað vestið að þínum líkama.

6

Bakpoki

Á bakvið bakpokann er hólf fyrir bráðina en það er aðgengilegt án þess að þurfa taka vestið af bakinu. Hólfið er úr sérstöku efni sem auðveldar þrif og loftar vel um bakið. Bakpokinn er hannaður fyrir auka búnað, auka bráð eða annan búnað.

7

Skotageymsla

Festingar fyrir skot, fjarlægjanlegt með frönskum rennilás. Festing fyrir 12 og 20 kalíber skot fylgir með og því auðvelt að skipta á milli eftir því hvað hentar hverri veiði.